Frétt

Hydro hættir við kaup á álverinu í Straumsvík

14. september 2018

Norski álframleiðandinn Hydro hefur hætt við áform um að kaup á álveri Rio Tinto í Straumsvík. Eins og greint var frá hér á vefnum tilkynnti félagið í febrúar að það hefði gert skuldbindandi tilboð í öll hlutabréf Rio Tinto á Íslandi hf., en í frétt á vefsíðu Hydro kemur fram að hætt hafi verið við kaupin vegna þess hversu lengi hafi dregist að fá samþykki fyrir þeim hjá samkeppnisyfirvöldum Evrópusambandsins.

Fréttasafn Prenta