Innrennsli í miðlunarlón Landsvirkjunar í sumar hefur verið umfram meðaltal í öllum landshlutum. Þann 30.júlí náði rennsli til Hálsóns 588 m3/sek, sem er þriðja hæsta dagsrennsli júlímánaðar frá gangsetningu Fljótsdalsstöðvar.
Heldur hefur dregið úr innrennsli vegna kuldakasts nú um mánaðarmótin en þó eru enn allar líkur á því að Hálslón fyllist í ágústmánuði. Góðar líkur eru á fyllingu Blöndulóns í ágúst en ólíklegt er að Þórisvatn fyllist nú í haust.
Veðurfar og afrennsli jökla næstu vikna mun síðan ákvarða hvort og hvenær miðlunarlón fyllast. Hægt er að fylgjast með vatnshæð lóna daglega á vöktunarsíðu vefs Landsvirkjunar hér.