Ísland gæti orðið rafhlöðuland

01.02.2021Orka

Áhugaverð tækifæri eru fólgin í því að nýta sérstöðu Íslands til framleiðslu á rafhlöðum eða rafhlöðupörtum s.s. til að þjónusta rafbílaframleiðendur um heim allan.

Áhugaverð tækifæri eru fólgin í því að nýta sérstöðu Íslands til framleiðslu á rafhlöðum eða rafhlöðupörtum s.s. til að þjónusta rafbílaframleiðendur um heim allan. Þetta segir Dagný Jónsdóttir nýsköpunarstjóri en hún flutti erindi um þessi mál á opnum fundi Landsvirkjunar sl. miðvikudag.

„Við sjáum fram á það að á næstu fimm árum vænta framleiðendur þess að um 300 nýjar tegundir rafbíla komi á markaðinn og gríðarleg aukning verði í bæði framleiðslu og eftirspurn eftir rafhlöðum í þá. Er áætlað að árið 2030 muni rafbílasala á heimsvísu hafa rúmlega tífaldast miðað við það sem hún er í dag, eða farið úr um þremur milljónum bila á ári upp í 34 milljónir,“ segir Dagný. Hægt er að lesa umfjöllunina hér fyrir neðan. Birtist í Morgunblaðinu í dag 1. febrúar.