Frétt

Jarðvarmi í brennidepli á fjölsóttri alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu

9. mars 2013
Starfsmenn Landsvirkjunar kynna starfsemi og framtíð fyrirtækisins

Fjöldi sérfræðinga og stjórnenda frá hinum ýmsu heimshornum sótti Ísland heim í vikunni en aðdráttaraflið var jarðvarmi, nýting hans og framtíðartækifæri.

Ráðstefnan var skipulögð af Iceland Geothermal en Landsvirkjun var einn af aðalstyrktaraðilum hennar. Bjarni Pálsson, deildarstjóri virkjanadeildar Landsvirkjunar, var formaður ráðstefnunefndar.

Starfsmenn Landsvirkjunar tóku virkan þátt í dagskránni en Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, stýrði málstofu um möguleika jarðvarma. Bjarni Pálsson hélt erindi um djúpborun og Egill Júlíusson, forðafræðingur á þróunarsviði, hélt erindi um nýtingu jarðhitageyma.

Um ráðstefnuna

Markmið ráðstefnunnar var að efla þekkingu og skilning þátttakenda á ýmsum þáttum nýtingu jarðvarma, sem og þeim fjölbreyttu framtíðarmöguleikum sem jarðvarminn býr yfir. Fjallað var um tæknilega, efnahagslega og samfélagslega þætti tengda nýtingu jarðvarma. 

Aðalræðumenn á ráðstefnunni voru Dr. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, Dr. Sri Mulyani  Indrawati, framkvæmdastjóri Alþjóðabankans, Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, Dr. Jefferson W. Tester, prófessor við Cornell háskólann, Günther H. Oettinger, orkumálastjóri ESB og hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.


Nánar má kynna sér ráðstefnuna á www.geothermalconference.is

 

Fréttasafn Prenta