Frétt

Kynningarfundur vegna mats á umhverfisáhrifum

19. júní 2014

Opið hús verður í Húnavallaskóla á Húnavöllum, fimmtudaginn 26. júní kl. 18.00–20.00, til að kynna mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðra virkjana á veituleið Blönduvirkjunar. Kynnt verður frummatsskýrsla um framkvæmdina.

Fyrirkomulag fundarins verður þannig að upplýsingar um framkvæmdina verða á veggspjöldum og sérfræðingar frá Landsvirkjun og Verkís verða á staðnum til að svara fyrirspurnum.

Allir velkomnir.

Fréttasafn Prenta