Frétt

Kynningar og samráðsfundur vegna Bjarnarflagsvirkjunar

10. maí 2013
Jarðgufustöðin í Bjarnarflagi í Mývatnssveit.

Landsvirkjun býður til opins íbúafundar í Reykjahlíðarskóla, mánudaginn 13. maí kl. 16.30. Fulltrúar frá Landsvirkjun munu greina frá undirbúningi  og rannsóknum vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Bjarnarflagi  og mögulegum áhrifum sem tengjast aukinni raforkuframleiðslu á svæðinu. Árni Einarsson frá Náttúrurannsóknarstöðinni við Mývatn kynnir rannsóknir á lífríki Mývatns. Að loknum erindum verða spurningar og umræður.

Allir velkomnir.

 

Dagskrá fundar: 

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, setur fundinn

Inngangur
Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar

Saga jarðhitanýtingar við Námafjall
Ásgrímur Guðmundsson, verkefnastjóri, þróunarsvið Landsvirkjunar

45 MW virkjun í Bjarnarflagi
Pálmar Óli Magnússon, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar

Áhrif Bjarnarflagsvirkjunar á Mývatn
Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn

Umhverfisáhrif Bjarnarflagsvirkjunar
Björk Guðmundsdóttir og Sigurður Markússon, verkefnastjórar, þróunarsvið Landsvirkjunar

Fréttasafn Prenta