Frétt

Landsvirkjun bakhjarl Kvenna í orkumálum

12. október 2016
Á mynd frá vinstri: Helga Barðadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og stjórnarmaður Kvenna í orkumálum, Harpa Pétursdóttir, lögfræðingur hjá BBA og formaður Kvenna í orkumálum, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.

Landsvirkjun verður bakhjarl félagsins Kvenna í orkumálum til tveggja ára. Skrifað var undir styrktarsamning þess efnis í vikunni.

Félagið Konur í orkumálum var stofnað fyrr á árinu og telja félagsmenn nú um 200 talsins. Félagið er opið öllum þeim sem starfa við orkumál eða hafa áhuga á orkumálum á Íslandi. Tilgangur félagsins er að efla þátt kvenna í orkumálum og styrkja tengsl þeirra á milli, svo og að stuðla að menntun og fræðslu kvenna er varðar orkumál.

Harpa Pétursdóttir, lögfræðingur hjá BBA og formaður Kvenna í orkumálum:

„Það er mikið ánægjuefni að sjá að stjórnendur orkufyrirtækja á Íslandi virðast sammála okkur um að ástæða sé til að auka hlut kvenna í geiranum sem er einn megintilgangur félagsins. Þökkum við því Landsvirkjun stuðninginn.“

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar:

„Það er full þörf á því að auka hlut kvenna innan orkugeirans og því er stofnun félagsins Konur í orkumálum fagnaðarefni. Það er Landsvirkjun sérstaklega ánægjulegt að styrkja þennan góða félagsskap, sem hefur alla burði til þess að hafa jákvæð áhrif innan orkugeirans á komandi misserum og árum.“

Fréttasafn Prenta