Frétt

Landsvirkjun einn aðalbakhjarl Iceland Geothermal Conference 2016

21. október 2014

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Landsvirkjunar og íslenska jarðvarmaklasans (Iceland Geothermal) um að Landsvirkjun verði einn af fimm aðalbakhjörlum alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunar, Iceland Geothermal Conference 2016. Ráðstefnan verður haldin í Hörpu dagana 26. – 29. apríl 2016.

Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á fjölnýtingu jarðvarmans og margvíslegar leiðir til verðmætasköpunar tengdri jarðvarmavinnslu.

Ráðstefnan hefur verið haldin tvisvar áður, fyrst árið 2010 og síðast árið 2013. Um 600 þátttakendur frá 40 löndum tóku þátt í síðustu ráðstefnu. Sjá nánar um ráðstefnuna: http://www.geothermalconference.is/

Fréttasafn Prenta