Frétt

Landsvirkjun er Framúrskarandi fyrirtæki

15. nóvember 2018

Landsvirkjun er í þriðja sæti á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2018. Creditinfo greinir fyrirtæki landsins út frá ákveðnum kröfum um ábyrgan og arðbæran rekstur og er meginmarkmið greiningarinnar að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. Útnefninguna hlutu 859 fyrirtæki, eða um 2% fyrirtækja sem til greina koma.

Hörður Arnarson, forstjóri:

„Það er ánægjulegt fyrir okkur og mikilvægt að fá þessa útnefningu, enda er Landsvirkjun orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar og tekur þá ábyrgð sem því fylgir alvarlega. Ég vil þakka öllu því góða starfsfólki fyrirtækisins sem stendur að baki þessum góða árangri.“

Fréttasafn Prenta