Frétt

Landsvirkjun finnst rigningin góð!

6. júlí 2018

Það sem af er þessu vatnsári hefur tíðin verið hagfelld rekstri miðlana Landsvirkjunar. Miðlun lauk 11. maí og síðan hefur gengið ágætlega að safna vatni. Heildarinnihald miðlana er nú um tveir þriðju af hámarksfyllingu.

Gert er ráð fyrir að allar miðlanir verði fullar um miðjan ágúst. Tímasetning fyllingar ræðst fyrst og fremst af jökulbráðnun, sem ekki er hafin enn.

Niðurstaðan er að horfur eru góðar og engin þörf á takmörkun afhendingar á raforku er fyrirsjáanleg.

Hér er hægt að fylgjast með stöðu miðlunarlóna.

Fréttasafn Prenta