Frétt

Landsvirkjun framlengir stuðning við Landbótasjóð Norður-Héraðs

9. maí 2018

Landsvirkjun og Landbótasjóður Norður-Héraðs hafa skrifað undir samning um framlengingu á árlegu framlagi Landsvirkjunar til sjóðsins næstu fimm árin. Sjóðurinn var stofnaður 10. september 2002 og sinnir hann uppgræðslu til endurheimtu góðurlendis sem tapaðist vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar.

Myndin er tekin við undirritunina, sem fór fram á Egilsstöðum 8. maí. Frá vinstri: Katrín Ásgeirsdóttir, í stjórn sjóðsins, Sigvaldi H. Ragnarsson, formaður stjórnar sjóðsins, Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Landsvirkjun, Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Björn Hallur Gunnarsson, í stjórn sjóðsins.

Við tækifærið þakkaði Sigvaldi Landsvirkjun fyrir framlagið og Óli Grétar þakkaði sjóðnum sömuleiðis fyrir starfið undanfarin ár, sem sæist þegar að hefði borið mikinn árangur.

Fréttasafn Prenta