Frétt

Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC í fjórða sinn í röð

10. desember 2018
Hafsteinn Einarsson, ráðgjafi hjá PwC, afhenti Herði Arnarsyni forstjóra gullmerkið. Á myndinni eru, frá vinstri: Elín Pálsdóttir og Þórhildur A. Jónsdóttir, sérfræðingar á starfsmannasviði, Hörður, Hafsteinn, Laura Nesaule, sérfræðingur á starfsmannasviði og Sturla Jóhann Hreinsson, starfsmannastjóri.

Landsvirkjun hefur fengið gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC í fjórða skiptið í röð, en fyrirtækið hlaut það áður árin 2013, 2015 og 2017. Landsvirkjun hefur náð þeim áfanga að vera fyrsta fyrirtækið sem nær því að launamunur kynjanna mælist undir 1% tvö skipti í röð í Jafnlaunaúttekt PwC.

Úttektin, sem gerð var á grundvelli launa í maí, leiddi í ljós að grunnlaun karla innan fyrirtækisins væru 0,4% hærri en grunnlaun kvenna. Heildarlaun karla voru 0,8% hærri en heildarlaun kvenna. Sá launamunur sem er á grunn- og heildarlaunum er innan þeirra marka sem PwC hefur sett varðandi góðan árangur í jöfnum launum kynja.

Niðurstaða greiningarinnar styður mjög vel við aðra fjölbreytta vinnu Landsvirkjunar á sviði jafnréttismála innan fyrirtækisins.

Fréttasafn Prenta