Frétt

Landsvirkjun í öðru sæti á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki

24. október 2019

Landsvirkjun er í öðru sæti á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2019, en í fyrra varð fyrirtækið í þriðja sæti á sama lista. Creditinfo vinnur árlega greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangur. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa.

 Hörður Arnarson, forstjóri:

„Við erum ánægð með útnefninguna og ekki síður með að hækka okkur um eitt sæti á listanum frá því í fyrra. Ég vil þakka öllu okkar góða starfsfólki fyrir að leggja grunninn að þessum góða árangri.“

Fréttasafn Prenta