Frétt

Landsvirkjun kaupir til baka skuldabréf

24. apríl 2018

Landsvirkjun hefur samið um að kaupa til baka að fullu skuldabréf með ríkisábyrgð að nafnvirði 50 milljónir evra, sem jafngildir um 61 milljón Bandaríkjadala. Skuldabréfið er á gjalddaga 19. mars 2020 og ber 5,6% fasta vexti. Endurkaupin endurspegla sterka fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og eru liður í því að lækka skuldir, vaxtagjöld og draga úr gjaldeyrisáhættu fyrirtækisins. Vegna þessara endurkaupa verður einskiptiskostnaður um 5,6 milljónir evra, sem jafngildir um 6,9 milljónum Bandaríkjadala, til hækkunar á vaxtagjöldum Landsvirkjunar á öðrum ársfjórðungi 2018.

Fréttasafn Prenta