Frétt

Landsvirkjun lýsir yfir áhuga á endurkaupum skuldabréfa

21. nóvember 2014
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar

Landsvirkjun lýsir yfir áhuga á að kaupa til baka skuldabréf í flokknum LAND 05 1 (ISIN: IS0000010767), sem skráður er í Kauphöll Íslands, að fjárhæð allt að ISK 20 milljarða fram til 1. mars 2015. Fyrirhuguð endurkaup eru hluti af skuldastýringu félagsins. Landsvirkjun áskilur sér rétt til þess að hafna öllum tilboðum sem kunna að berast.

Nánari upplýsingar veitir Héðinn Þórðarson (hedinn@arctica.is) hjá Arctica Finance, sími: +354 513-3300.

Fréttasafn Prenta