Frétt

Landsvirkjun semur um alþjóðlegt sambankalán

23. desember 2015

Þann 22. desember skrifaði Landsvirkjun undir sambankalán á alþjóðlegum bankamarkaði. Lánið er fjölmynta veltilán til þriggja ára að fjárhæð 200 milljónir Bandaríkjadala. Heimilt er að framlengja lánið tvisvar um eitt ár í senn og getur lánstími því að hámarki orðið fimm ár. Með lántökunni hefur Landsvirkjun lokið við  endurnýjun samskonar láns sem samið var um árið 2011 með lokagjalddaga í desember 2016. Lánið verður nýtt til almennrar fjárstýringar Landsvirkjunar.

Lánið er veitt af viðskiptabönkum Landsvirkjunar og voru umsjónaraðilar Barclays Bank PLC, Citigroup Global Markets Limited, Íslandsbanki hf. og Merchant Banking, Skandinaviska Enskilda Banken AB (publ).  Aðrir þátttakendur í láninu eru Arion Banki hf., ING Bank Belgium SA/NV og J.P. Morgan.

Fréttasafn Prenta