Frétt

Landsvirkjun styður við Konur í orkumálum

8. nóvember 2018
Hörður Arnarson forstjóri, Harpa Pétursdóttir formaður KÍO og Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri undirrituðu samninginn.

Landsvirkjun verður áframhaldandi bakhjarl félagsins Kvenna í orkumálum til tveggja ára. Skrifað var undir samning þess efnis í nú í vikunni.

Félagið Konur í orkumálum var stofnað árið 2016 og eru félagsmenn nú yfir 300 talsins. Félagið er opið öllum þeim sem starfa við orkumál eða hafa áhuga á orkumálum á Íslandi. Tilgangur félagsins er að efla þátt kvenna í orkumálum og styrkja tengsl þeirra á milli, svo og að stuðla að menntun og fræðslu kvenna er varðar orkumál.

Harpa Pétursdóttir, lögfræðingur í alþjóðlegum verkefnum hjá Orkustofnun og formaður Kvenna í orkumálum:

„Góður stuðningur er grundvöllur áframhaldandi starfs hjá Konum í orkumálum og hann höfum við fengið hjá Landsvirkjun. Við erum því afar þakklátar fyrir að sá stuðningur verði áfram til staðar á næstu árum og teljum hann ómissandi þátt í því að færa okkur nær markmiðunum.“

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar:

„Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með góðu starfi félagsins Konur í orkumálum undanfarin tvö ár. Það er full þörf á áframhaldandi vinnu við að auka hlut kvenna innan orkugeirans og við gleðjumst yfir að geta stutt við þetta góða málefni.“

Fréttasafn Prenta