Frétt

Landsvirkjun endurnýjar samstarfssamning við Listahátíð í Reykjavík

11. apríl 2013

Landsvirkjun hefur verið einn af bakhjörlum hátíðarinnar undanfarin tvö ár og með nýjum samningi sem undirritaður var í dag er staðfest áframhald á farsælu og ánægjulegu samstarfi.

Listahátíð 2013 er sú tuttugasta og sjöunda í röðinni og verða sem fyrr fjölbreyttir viðburðir í boði vítt og breytt um borgina.  Áhersla Listahátíðar í ár er á hið skapandi rými þar sem listgreinarnar mætast; á tilurð nýrra verka og endurgerð eldri verka, á nýsköpun, en einnig á söguna sem uppsprettu andagiftar. Hátíðin hefur ávalt verið fjölbreytt og í ár birtist sú fjölbreytni meðal annars í óvenjulegum fjölda listamanna, innlendra og erlendra, sem taka þátt í eða eiga verk á hátíðinni, en einnig í áherslu hátíðarinnar á margbreytilega upplifun áhorfandans. Hátt á sjötta hundrað listamanna frá yfir 30 löndum taka þátt í eða eiga verk á Listahátíð í vor. 

Listahátíð verður sett föstudaginn 17. maí næstkomandi.

Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á vef listahátíðar www.listahatid.is

Fréttasafn Prenta