Frétt

Landsvirkjun í New York Times

21. febrúar 2013

Birt hefur verið áhugaverð grein um orkumál á Íslandi og framtíðarmöguleika þeirra á vef og í prentútgáfu New York Times.

Í greininni má meðal annar lesa viðtöl við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, Stein Ágúst Steinsson stöðvastjóra Kröflustöðvar, Steingrím J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Guðmund Inga Guðbrandsson framkvæmdastjóra Landverndar.

„Hugmyndin um flutning raforku um sæstreng til Evrópu hefur verið við líði um áratugaskeið og hefur verið tæknilega möguleg í nokkurn tíma, en ekki fjárhagslega arðbær fyrr en á síðustu árum. Verkefnið lofar mjög góðu. Við búum yfir miklu rafmagni fyrir fámennt samfélag. Breið samfélagssátt um lagningu sæstrengs er nauðsynleg en án hennar verður ekki ráðist í verkefnið,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar í grein New York Times.

Sjá grein New York Times  „Iceland Looks to Export Power Bubbling From Below“:
http://www.nytimes.com/2013/02/21/world/europe/iceland-weighs-exporting-the-power-bubbling-from-below.html?_r=0

Fréttasafn Prenta