Frétt

Landsvirkjun Power ehf. í hópi framúrskarandi fyrirtækja ársins 2012

8. febrúar 2013
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar og Landsvirkjunar Power ehf.

Landsvirkjun Power, dótturfélag Landsvirkjunar, er í hópi framúrskarandi fyrirtækja ársins 2012 að mati Creditinfo. Í janúar ár hvert tekur Creditinfo saman lista yfir þau fyrirtæki úr hlutafélagaskrá sem teljast hafa skarað fram úr í rekstri á nýliðnu ári. Af rúmlega 32.000 fyrirtækjum hlutafélagaskrár uppfylla 354 fyrirtæki þau skilyrði sem Creditinfo setur til að hljóta viðurkenninguna “Framúrskarandi fyrirtæki 201"2.  Til að hljóta tilnefningu þurfa fyrirtækin að uppfylla eftirfarandi skilyrðin:

  • Að fyrirtækið sé hlutafélag (hf, ehf)
  • Að hafa skilað ársreikninum til RSK fyrir rekstrarárin 2009 til 2011
  • Að vera með innan við 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum (CPI áhættumat)
  • Að sýna rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð, 2009 til 2011
  • Að eignir séu a.m.k. 80 mkr rekstrarárin 2009 til 2011
  • Að eiginfjárhlutfall sé 20% eða hærra rekstrarárin 2009 til 2011
  • Að fyrirtækið sé virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo

 

Fréttasafn Prenta