Frétt

Landsvirkjun semur við Vörð tryggingar hf.

31. janúar 2013
Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar, og Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar trygginga, við undirritun samningsins

Í kjölfar útboðs Landsvirkjunar á tryggingum fyrirtækisins var samið við Vörð tryggingar hf. um eignatryggingar, persónutryggingar, ökutækja­tryggingar og ábyrgðartryggingar. Alls bárust tilboð frá fjórum aðilum og átti Vörður tryggingar hf. lægsta tilboðið.

Samningur um vátryggingarverndina var undirritaður í höfuðstöðvum Landsvirkjunar 21. desember sl. Hann tók gildi 1. janúar 2013 og gildir til allt að 5 ára. Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar, og Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar trygginga, undirrituðu samninginn fyrir hönd aðila.

„Við fögnum þeim áhuga sem tryggingarfyrirtækin sýndu okkur og þessu útboði og erum mjög sátt með niðurstöðu útboðins,” sagði Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar.

„Við hjá Verði tryggingum erum stolt af að fá þetta tækifæri til að þjóna þessu mikilvæga orkufyrirtæki Íslendinga og bjóðum Landsvirkjun velkomin í hóp viðskiptavina okkar,“ sagði Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar trygginga hf.

Fréttasafn Prenta