Frétt

Loftgæðamælar Landsvirkjunar lánaðir vegna eldgossins í Holuhrauni

16. september 2014

Mæla magn brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti á Akureyri og Norðausturlandi.
Landsvirkjun hefur lánað Umhverfisstofnun loftgæðamæla sem hafa fram til þessa verið í rekstri á norðausturlandi í tengslum við jarðhitavirkjanir og mælt styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Mælarnir verða nú tímabundið notaðir til vöktunar á loftgæðum í byggð vegna eldgossins í Holuhrauni. Stillingum mælanna hefur verið breytt svo þeir geti mælt styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti.

Tveir mælar eru staðsettir í Reykjahlíð, Mývatni, einn í Kelduhverfi nálægt Ásbyrgi, og unnið er að flutningi mælis til Akureyrar.

Gögnin verða aðgengileg á www.loftgædi.is

Aðstoðar við mælingu á hraunþykkt og rúmmáli gosefna
Landsvirkjun mun einnig lána Jarðvísindastofnun mæla og mun veita aðstoð við mælingu á hraunþykkt í Holuhrauni til að meta rúmmál gosefna sem komið hafa upp meðan á eldgosinu hefur staðið.

Fréttasafn Prenta