Frétt

Meðalverð Landsvirkjunar í heildsölusamningum hækkar um 2,2% á milli ára

14. desember 2017
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar

Í tilefni fréttar Morgunblaðsins af hækkunum á verði Landsvirkjunar í heildsölu til sölufyrirtækja rafmagns vill fyrirtækið árétta eftirfarandi:

Eins og kom fram í frétt Landsvirkjunar frá 8. september (sjá frétt á vef LV) má búast við því að meðalverð Landsvirkjunar til sölufyrirtækja rafmagns muni hækka að raunvirði um 2,2% á næsta ári. Þrátt fyrir þessa hækkun er áætlað að meðalverð til viðskiptavina verði lægra en það var á árunum 2015 og 2016 á föstu verðlagi, sbr. þessa mynd:

Fyrirkomulagi heildsölusamninga var breytt um síðustu áramót, í því augnamiði að bæta nýtingu auðlindarinnar. Þetta var m.a. gert með því að minnka aflskuldbindingu sölufyrirtækja og auka sölu á skammtímarafmagni.

Til að endurspegla betur kostnað við framleiðslu á mismunandi árstímum og vegna bættrar nýtingar raforkukerfisins, þar sem hægt er að miðla betur vatni í lónum milli árstíða, hækkar verð á rafmagni yfir sumarmánuði en á móti er ákveðið að lækka verð á haustin þannig að meðalverðhækkun verður hófleg. Hækkunin verður þannig minni en ella þar sem minna er keypt af rafmagni yfir sumartímann en að vetri til.

Sjá nánar:

www.landsvirkjun.is/fyrirtaekid/fjolmidlatorg/frettir/frett/baett-nyting-raforkukerfisins-i-kjolfar-nys-samningsfyrirkomulags-a-heildsolumarkadi/

Fréttasafn Prenta