Frétt

Miðlunarlón við það að fyllast

1. ágúst 2017

Hlýindi undanfarna vikna hafa skilað sér í auknu innrennsli til miðlunarlóna.

  • Hágöngulón fylltist 25. júlí.
  • Blöndulón hefur hækkað um 1 m. á 9 dögum og nú vantar aðeins 40 cm. á að vatn renni þar á yfirfalli.
  • Hálslón hefur hækkað um 10 m. á 2 vikum og vantar nú aðeins 5 m. á að það fyllist. Reikna má með bæði þessi lón fyllist fljótlega eftir Verslunarmannahelgina.

Nánar er hægt að fylgjast með á vöktunarsíðu fyrirtækisins hér

Fréttasafn Prenta