Frétt

Mikið rennsli á yfirfalli Hálslóns

27. september 2017
Þegar vatn rennur á yfirfalli myndast fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu.

Hálslón fylltist 19. ágúst síðastliðin og hefur vatn runnið á yfirfalli síðan þá. Miklir vatnavextir síðustu sólarhringa og klukkutíma hafa orðið til þess að rennsli á yfirfalli Hálslóns er nú með mesta móti. Rennsli í fossinum Hverfanda, sem myndast þegar vatn rennur á yfirfalli úr Hálslóni, er nú um 450-500 rúmmetrar á sekúndu og hefur það aðeins einu sinni verið meira.

Öll miðlunarlón Landsvirkjunar eru nú full. Hálslón hefur hækkað um 30 sentimetra á síðustu 12 tímum og stendur nú í 626,31 metrum yfir sjávarmáli. Það hefur hæst farið í 626,46 metra sumarið 2012 og vantar því aðeins 15 sentimetra upp á  að þeirri vatnshæð sé náð.

Vöktun á vatnsstöðu í lónum og öðrum umhverfisþáttum í rauntíma.

Fréttasafn Prenta