Frétt

Miklar vonir nú um nýtingu Búrfellslundar

2. febrúar 2021
Búrfellslundur hefur verið endurhannaður og sjónræn truflun af vindmyllum þar minnkuð mjög mikið, eins og sést á meðfylgjandi myndbandi: https://www.landsvirkjun.is/Rannsoknirogthroun/Virkjunarkostir/burfellslundur
 
Áætlað er að reisa þar allt að 30 vindmyllur, í stað 67 áður. Vindmyllurnar verða um 150 m háar, þ.e. samanlögð hæð masturs og spaða í hæstu stöðu. Fjallað var um málið á vef Fréttablaðsins.

Fréttasafn Prenta