Frétt

Moody‘s endurmetur lánshæfiseinkunnir Landsvirkjunar með hækkun í huga

13. júní 2016
Höfuðstöðvar Moody´s í New York. Mynd af heimasíðu Reuters

Matsfyrirtækið Moody´s Investors Service tilkynnti í dag að allar lánshæfiseinkunnir Landsvirkjunar verða endurmetnar með hækkun í huga, þ.m.t. Baa2 einkunn með ríkisábyrgð og Ba1 einkunn án ríkisábyrgðar.

Ákvörðun Moody‘s í dag byggir á mögulegri styrkingu fjárhagsstöðu ríkissjóðs Íslands eins og fram kom í tilkynningu Moody‘s frá 10. júní um að Baa2 einkunn ríkissjóðs verði endurmetin með hækkun í huga.

Fréttasafn Prenta