Frétt

Moody‘s hækkar lánsæfiseinkunn Landsvirkjunar

2. júlí 2015
Höfuðstöðvar Moody´s í New York. Mynd af heimasíðu Reuters

Matsfyrirtækið Moody’s hefur hækkað lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar í Baa2 úr Baa3. Einkunn fyrirtækisins án ábyrgðar ríkisins hækkar einnig um einn flokk eða í Ba1 úr Ba2. Horfur eru stöðugar í báðum tilfellum. Hækkunin kemur í kjölfar samsvarandi hækkunar á lánshæfi ríkissjóðs Íslands frá 29. júní 2015.

Fréttasafn Prenta