Frétt

Moody‘s staðfestir lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar og hækkar grunneinkunn í ba3, horfur stöðugar

25. apríl 2016
Höfuðstöðvar Moody´s í New York. Mynd af heimasíðu Reuters

Moody‘s Investors Service hefur staðfest lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar Baa2 með ríkisábyrgð og Ba1 án ríkisábyrgðar.

Samhliða hefur Moody’s hækkað grunneinkunn fyrirtækisins í ba3 úr b1. Breytt einkunn endurspeglar verulega sterkari fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og minnkun markaðsáhættu sem dregur úr sveiflum í afkomu og sjóðstreymi.

Horfur eru stöðugar.

Fréttasafn Prenta