Frétt

Nemendur við Jafnréttisskóla Háskóla SÞ í heimsókn

19. mars 2018

Landsvirkjun bauð nemendum við Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í heimsókn í Búrfellsvirkjun 15-16. mars.

Jafnréttisskólinn heyrir undir Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið skólans er að þjálfa fólk til starfa í tengslum við jafnréttismál í þróunarlöndum og samfélögum sem verið er að byggja upp eftir átök. Rekstur Jafnréttisskólans er liður í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Nemendur skólans eru að þessu sinni 24 frá 14 löndum, flestir frá Afríkuríkjum.

Hörður Arnarson forstjóri  ávarpaði nemendurna og fjallaði um áherslur fyrirtækisins í jafnréttismálum, en um þessar mundir er verið að leggja lokahönd að gerð heildstæðrar jafnréttisáætlunar með viðeigandi markmiðum og mælikvörðum. Þessi vinna er í samræmi við stuðning Landsvirkjunar við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 5, um að tryggja jafnrétti kynjanna.

Þá fjallaði Hörður einnig um samvinnu Landsvirkjunar við samtökin SEforALL, sem beita sér fyrir auknu aðgengi þróunarlanda að endurnýjanlegri orku og aukinni orkunýtni. Samtökin voru stofnuð til að styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 7, um að tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði. Nánari upplýsingar um SEforALL má finna á heimasíðu samtakanna, www.seforall.org.

Fréttasafn Prenta