Frétt

Níu mánaða uppgjör 2018

21. nóvember 2018
Hrauneyjafossstöð

Tekjur, EBITDA og hagnaður hækka milli tímabila

Helstu atriði árshlutareiknings

  • Rekstrartekjur námu 398,8 milljónum USD (44,3 ma.kr.) og hækka um 51,5 milljónir USD (14,8%) frá sama tímabili árið áður.
  • EBITDA nam 291,7 milljónum USD (32,4 ma.kr.). EBITDA hlutfall er 73,1% af tekjum, en var 71,9% á sama tímabili í fyrra.
  • Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 133,4 milljónum USD (14,8 ma.kr.), en var 114,8 milljónir USD á sama tímabili árið áður og hækkar því um 16,2% milli tímabila.
  • Hagnaður tímabilsins var 89,3 milljónir USD (9,9 ma.kr.) en var 78,5 milljónir USD á sama tímabili árið áður.
  • Nettó skuldir lækkuðu um 102,6 milljónir USD (11,4 ma.kr.) frá áramótum og voru í lok september 1.940,0 milljónir USD (215,3 ma.kr.).
  • Handbært fé frá rekstri nam 222,7 milljónum USD (24,7 ma.kr.) sem er 11,1% hækkun frá sama tímabili árið áður.

Hörður Arnarson, forstjóri:

„Rekstur Landsvirkjunar gekk vel á fyrstu þremur fjórðungum ársins 2018. Fjölbreytt eftirspurn var frá bæði núverandi og nýjum viðskiptavinum og jókst orkusala Landsvirkjunar um 345 GWst á tímabilinu. Við sjáum nú fyrir endann á byggingu virkjana á Þeistareykjum og við Búrfell og er aftur lögð megináhersla á lækkun skulda þannig að arðgreiðslur félagsins geti aukist. Nettó skuldir Landsvirkjunar lækkuðu um 103 milljónir USD (11,4 ma.kr.) frá áramótum og áætlanir gera ráð fyrir að skuldir lækki nokkuð hratt á næstu misserum.“

[1] Til viðmiðunar eru sýndar íslenskar krónur, notast var við gengi USD/ISK 111.

Viðhengi: Fréttatilkynning

Viðhengi: Árshlutareikningur

Fréttasafn Prenta