Frétt

Staðan í miðlunarlónum

6. apríl 2018

Síðastliðið haust var hagstætt fyrir vatnsbúskap Landsvirkjunar. Veturinn hefur hins vegar verið kaldur og þurr ef frá eru taldir tveir hlýindakaflar, sem bættu stöðuna í miðlunum talsvert. Snjóalög á hálendinu eru nú í meðallagi.

Staðan í miðlunarlónum fyrirtækisins er nokkuð góð, þótt hún sé lakari en í fyrra. Búið er að nýta um 55% vatnsforðans í miðlunarlónum og gert er ráð fyrir að nýta um 10% til viðbótar áður en miðlunartímabilinu líkur. Á sama tíma í fyrra var búið að nýta 40% vatnsforðans.

Í ljósi stöðunnar eru allar líkur á að miðlunarlónin fyllist síðla sumars og raforkuafhending til viðskiptavina sé trygg út árið og vinnslugeta í aflstöðvum fyrirtækisins því sem næst fullnýtt.

Fréttasafn Prenta