Ný alíslensk göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá

18.12.2020Samfélag

Við erum að smíða göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá, rétt fyrir ofan Þjófafoss. Brúargólfið og gólf brúarinnar verður úr alíslensku límtré, sem unnið er úr greni

Við erum að smíða göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá, rétt fyrir ofan Þjófafoss. Brúargólfið og gólf brúarinnar verður úr alíslensku límtré, sem unnið er úr greni. Brúin verður fyrsta meiri háttar mannvirkið hér á landi, sem gert verður úr íslensku límtré. Þegar smíði 102 metra löngu brúarinnar lýkur á næsta ári afhendum við hana sveitarfélögunum Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Rangárþingi ytra til eignar.

Skógræktin, einn helsti samstarfsaðili okkar í verkefninu, tók saman gott yfirlit um límtrésvinnuna og birti í áhugaverðri grein á heimasíðu sinni.