Ný útfærsla á Búrfellslundi

14.08.2020Fyrirtækið

Búrfellslundur, þar sem Landsvirkjun áformar að reisa vindmyllur, hefur verið endurhannaður í samræmi við ábendingar sem bárust í umhverfismati.

Búrfellslundur, þar sem Landsvirkjun áformar að reisa vindmyllur, hefur verið endurhannaður í samræmi við ábendingar sem bárust í umhverfismati. Lundinum hefur verið valinn nýr staður, hann verður mun minni en ráðgert var í fyrstu, eða um 18 km² í stað 33 km² og vindmyllur verða um 30, í stað 67 áður.

Lundurinn verður ekki sýnilegur frá Stöng eða Gjánni og með því að staðsetja vindmyllurnar norðan við Sprengisandsleið og Landveg skerðist ekki útsýni að Heklu.

Nýr Búrfellslundur sést ekki frá bílastæðinu við Háafoss eins og áður var og er lítt sjáanlegur frá gatnamótum Landvegar og Landmannaleiðar.

Við höfum útbúið myndband til að útskýra útfærsluna.