Frétt

Nýr gæðastjóri og forstöðumaður verkefnastofu

30. janúar 2013
Til hægri, Stella Marta Jónsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu. Til vinstri, Unnur Helga Kristjánsdóttir, nýr gæðastjóri Landsvirkjunar.

Unnur Helga Kristjánsdóttir ráðin gæðastjóri

Unnur Helga Kristjánsdóttir tekur við starfi gæðastjóra hjá Landsvirkjun frá 1. febrúar næstkomandi. Unnur Helga hefur undanfarin 14 ár starfað hjá Íslandsbanka og gengt ýmsum störfum. Hún sinnti meðal annars starfi forstöðumanns í verkefnastofu bankans, var gæðastjóri bankans í fjögur ár og nú síðast verið aðstoðarmaður og staðgengill framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs. Unnur Helga er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og MPM gráðu frá Háskóla Íslands.

Stella Marta Jónsdóttir forstöðumaður verkefnastofu

Stella Marta Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns verkefnastofu sem nýverið var á sett á laggirnar hjá Landsvirkjun til að fylgja eftir fjölmörgum breytingarstjórnunarverkefnum innan fyrirtækisins. Stella hefur gegnt starfi viðskiptasjóra á markaðs og viðskiptaþróunarsviði Landsvirkjunar en þar áður var hún framkvæmdastjóri Kaffitárs. Stella er doktor í vélaverkfræði frá danska tækniháskólanum (DTU).

Fréttasafn Prenta