Frétt

Nýr vefur opnar -www.namur.is

26. apríl 2013
Vefurinn www.namur.is

Nýr vefur www.namur.is var hefur verið opnaður en á honum er fjallað um  efnistöku og frágang. Fjallað er um efnistöku á landi þ.e. landi í einkaeign, á ríkisjörður og á þjóðlendum, auk efnistöku úr sjó. Farið er yfir hvernig staðið skuli að vali, skipulagningu og frágangi námusvæða.

Markmið vefsins er að stuðla að skilvirkni í þessum málaflokki og bættri umgengni við umhverfið með samræmingu vinnubragða og yfirliti á einum stað um lög og reglugerðir sem tengjast efnistöku. Vefurinn er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar, en að auki tók fjöldi annarra aðila þátt í gerð efnisins.

Vefurinn er helst ætlaður sveitastjórnum og öðrum sem koma að leyfisveitingum vegna efnistöku sem sem verktökum og öðrum sem þurfa að nema efni til framkvæmda.

Sjá vefinn hér -http://www.namur.is

Fréttasafn Prenta