Frétt

Öll miðlunarlónin komin á yfirfall

7. ágúst 2018
Þegar vatn rennur á yfirfalli myndast fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu.

Miðlunarlón Landsvirkjunar eru nú öll komin á yfirfall. Hálslón náði yfirfallshæð um kl. 23 föstudaginn 3. ágúst og Blöndulón fylgdi fast á eftir tveimur tímum síðar aðfaranótt laugardags. Þórisvatn fór síðan á yfirfall sólarhring síðar eða um kl. 1 aðfaranótt sunnudags 5. ágúst. Hágöngulón var þegar fullt, fór á yfirfall 22. júlí.

Ekki hefur gerst síðan Hálslón kom í rekstur að öll miðlunarlón Landsvirkjunar hafi fyllst svo snemma sumars. Fara verður aftur til ársins 2006 til að finna sambærilegt, en þá voru Hágöngulón, Þórisvatn og Blöndulón á yfirfalli 3. ágúst.

Fréttasafn Prenta