Frétt

Opinn fundur um stækkun Búrfellsvirkjunar

22. maí 2015
Búrfellsstöð á suðurlandi

Landsvirkjun býður til opins fundar í Árnesi miðvikudaginn 27. maí næstkomandi. Húsið opnar klukkan 19.30 og hefst fundurinn klukkan 20.00. 

Á fundinum verður farið yfir sögu og framtíð Búrfellsvirkjunar, elstu aflstöðvar fyrirtækisins. Í tilefni af 50 ára afmæli stendur Landsvirkjun fyrir samtali við þjóðina með opnum fundum víðsvegar um landið. Allir velkomnir. 

Dagskrá: 

Verðmæti til framtíðar - Landsvirkjun í 50 ár
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar

Rekstur aflstöðva á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu
Ingvar Hafsteinsson, stöðvarstjóri Þjórsársvæðis

Upphaf Landsvirkjunar
Sýning á nýrri heimildarmynd um fyrstu ár Landsvirkjunar og byggingu Búrfellsvirkjunar

Stækkun Búrfellsvirkjunar
Albert Guðmundsson, verkefnastjóri

Skipulag og frágangur við stækkun Búrfellsvirkjunar
Björk Guðmundsdóttir, landslagsarkitekt

Umræður
Fundarstjóri er Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar

Fréttasafn Prenta