Frétt

Opinn íbúafundur í Ýdölum

28. mars 2017

Landsvirkjun boðar til opins íbúafundar um stöðu framkvæmda við byggingu Þeistareykjavirkjunar fimmtudaginn 30. mars, kl. 20.30 í Ýdölum. Á fundinum munu fulltrúar Landsvirkjunar segja frá stöðu framkvæmda og áformum ársins.

Þá vekjum við athygli á að Landsvirkjun verður einnig þátttakandi á opnum íbúafundi á morgun, miðvikudaginn 29. mars, kl. 18.00 á Fosshótel Húsavík. Fundurinn ber yfirskriftina Opinn íbúafundur um uppbyggingu á Bakka. Á fundinum verða fulltrúar frá Norðurþingi, PCC BakkiSilicon, Vegagerðinni, Landsneti og Landsvirkjun sem fara yfir stöðu þeirra framkvæmda sem tengjast uppbyggingunni.

Fréttasafn Prenta