Frétt

Opnað fyrir umsóknir um sumarstörf

10. febrúar 2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf en ár hvert ræður fyrirtækið fjölda ungmenna til almennra sumarstarfa víðsvegar um landið sem og háskólanema í ýmis námstengd störf.  

Almenn sumarvinnustörf

Tekið er  við umsóknum um almenn sumarvinnustörf frá þeim sem fæddir eru 1995 til 1999 að báðum árum meðtöldum. Störfin eru á sviði umhverfis-, ferða- og mannúðarmála í nágrenni aflstöðva Landsvirkjunar og á höfuðborgarsvæðinu.

Nemendur á háskólastigi

Einnig er tekið við umsóknum um störf nemenda á háskólastigi. Fyrirtækið leggur sig fram við að ráða nemendur í verkefni sem tengjast námi. Við val á  umsækjendum er horft til þess að ráða hæfileikaríka framtíðarstarfsmenn af báðum kynjum og með tilliti til menntunar og reynslu.

Umsóknarfrestur um sumarstörf er til og með 1. mars.

Fréttasafn Prenta