Frétt

Orkurannsóknasjóður auglýsir styrki til náms og rannsókna

30. nóvember 2012

Til úthlutunar 2013 eru 60 milljónir króna en sjóðurinn veitir styrki til námsmanna og rannsóknarverkefna á sviði umhverfis- og orkumála. Styrkveitingar sjóðsins miða að því að gera fjárframlög Landsvirkjunar til rannsókna skilvirkari og sýnilegri.

Auglýst er eftir umsóknum um námsstyrki og verkefnastyrki:

  • Styrkir til nemenda í meistara- eða doktorsnámi
  • Styrkir til efnilegra nemenda sem áforma eða stunda meistara- eða doktorsnám á sviði umhverfis- eða orkumála.
  • Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála
  • Almenn rannsóknarverkefni á sviði umhverfis og orkumála. Styrkir eru veittir til hluta þess kostnaðar sem hlýst af vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema, og öðrum útgjöldum. 

Í þessari úthlutun eru í heild allt að 60 m.kr. til ráðstöfunar, allt að 50 m.kr. til rannsóknarverkefna á sviði umhverfis- og orkumála og allt að 15 m.kr. til styrkja fyrir 10 – 20 nemendur í meistara- og doktorsnámi.

Umsækjendur skulu leggja fram lýsingu á rannsóknarverkefni sínu og rökstuðning fyrir því að verkefnið tengist markmiðum sjóðsins. Tengingar við umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar er að finna hér.

Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila rafrænt á netfang sjóðsins:orkurannsoknasjodur@lv.is og umsóknarfrestur er til 7. janúar 2013.

Fréttasafn Prenta