Frétt

Orkusýningar í aflstöðvum Landsvirkjunar opnar í allt sumar

11. júní 2013
Gagnvirk orkusýning í Búrfellsstöð

Fjöldi fólks sækir Landsvirkjun heim ár hvert en sumarið 2012 heimsóttu rúmlega 23 þúsund manns gestastofur Landsvirkjunar þar sem fjölbreytt tækifæri gefst til að kynnast orkuvinnslu úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Heimsókn í gestastofu veitir lifandi innsýn í orkuvinnslu og orkunotkun endurnýjanlegra orkugjafa.

Landsvirkjun er með opnar gestastofur í Kröflustöð á Norðausturlandi, í Végarði hjá Fljótsdalsstöð á Austurlandi og í Búrfellsstöð á Suðurlandi. Nánar má kynna sér gestastofur Landsvirkjunar, opnunartíma og staðsetningu, hér.

Sumarið 2013 verður einnig opið í Ljósafossstöð en þar eru Skátarnir með sýningu annað árið í röð í tilefni 100 ára afmælis skátastarfs á Íslandi.

Fréttasafn Prenta