Frétt

Orkusýningin opin alla daga í sumar

19. maí 2016

Sýningin Orka til framtíðar í Ljósafossstöð verður opin alla daga í sumar frá kl. 10-17.

Yfir 5.000 gestir, þar af 1.200 erlendir ferðamenn, hafa heimsótt Ljósafossstöð síðan sýningin var opnuð síðasta haust í tilefni 50 ára afmælis Landsvirkjunar. Sýningin hentar öllum aldurshópum til að fræðast um endurnýjanlega orku og rafmagn í leik og skemmtun.

Ljósafossstöð er skemmtilegur áningarstaður í fallegu umhverfi Úlfljótsvatns, í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík: https://goo.gl/maps/jMEpDhiivNt.

Við gangsetningu stöðvarinnar árið 1937 var framboð rafmagns á höfuðborgarsvæðinu fjórfaldað. Mögulegt varð að nota rafmagnseldavélar í stað kolavéla, en rafmagnið í Reykjavík frá Elliðaánum var einkum notað til lýsingar. Til þess að auka nýtingu á raforku frá Ljósafossstöð gátu heimilin fengið eldavél frá Rafha í áskrift með rafmagninu.

Nánari upplýsingar um sýninguna er hægt að nálgast á www.landsvirkjun.is/heimsoknir.

Fréttasafn Prenta