Frétt

Orkusýningin tilnefnd til tvennra verðlauna

1. mars 2016

Landsvirkjun og Gagarín eru tilnefnd til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna hjá ÍMARK, fyrir nýju orkusýninguna í Ljósafossstöð - „Orka til framtíðar“ (Powering the Future) - í flokki umhverfisauglýsinga og viðburða. Þá eru Tvíhorf arkitektar og Gagarín tilnefnd til Menningarverðlauna DV, í flokknum Arkitektúr.

Sjá: youtu.be/KtGHiM6HBy0 og www.mbl.is/vidskipti/imark-2016/

Þetta er í fjórða skiptið sem Landsvirkjun er tilnefnd til Lúðursins, sem eru stærstu og virtustu markaðs- og auglýsingaverðlaun, sem veitt eru árlega á Íslandi. Fyrst hlaut Landsvirkjun tilefningu fyrir nýja ásýnd vörumerkis og vefauglýsingu árið 2012 og svo hlaut fyrirtækið Lúðurinn fyrir rafræna ársskýrslu árið 2014.

Verðlaunaafhendingin verður á ÍMARK hátíðinni í Háskólabíói á föstudaginn kl. 18.

Myndband ÍMARK um sýninguna: youtu.be/KtGHiM6HBy0

Vefur mbl.is um tilnefningar til Lúðurs: www.mbl.is/vidskipti/imark-2016/

Tilefningar til Menningarverðlauna DV: www.dv.is/menning/2016/2/27/menningarverdlaun-dv-2015/

Fréttasafn Prenta