Frétt

Orkuþjóð í mjög eftirsóknarverðri stöðu

4. febrúar 2013
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

Hörður ræddi möguleikann á að leggja sæstreng til Bretlands og selja neytendum þar græna íslenska orku á fundi Samtaka atvinnulífsins, Fleiri störf –betri störf, sem fram fór í Hörpu 31. janúar.

Í erindi sínu kynnti Hörður þau tækifæri sem Landsvirkjum stendur frammi fyrir og hvort halda eigi athugun á sæstreng áfram. Tenging við raforkukerfi Bretlands gæti aukið verðmætasköpun, bætt nýtingu í íslenska orkukerfinu og aukið orkuöryggi. Að mörgu er að hyggja en Ísland er í einstakri stöðu þegar kemur að orkumálum og mögulegri orkunýtingu.

Stjórnendur, frá mörgum sviðum atvinnulífsins, ræddu á fundinum hvernig búa megi til fleiri og betri störf á Íslandi og bæta þannig lífskjör þjóðarinnar.

Sjónvarpsviðtal við Hörð Arnarson í tengslum við efni fundarins má sjá á eftirfarandi vefslóð: http://www.sa.is/tv/landsvirkjun/

Viðtal við Hörð Arnarson í tímariti Samtaka atvinnulífsins, sem gefið var út samhliða fundinum, má finna hér.

Fleiri viðtöl og tímaritið í heild sinni má finna á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins á eftirfarandi vefslóð: http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/5732/

Fréttasafn Prenta