Frétt

Ráðherra skipar starfshóp til að leiða viðræður um kaup ríkisins á Landsneti

12. mars 2019

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað starfshóp sem leiða mun viðræður um kaup ríkisins á Landsneti. Landsnet annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfa. Fyrirtækið starfar samkvæmt sérleyfi og var stofnað á grundvelli raforkulaga frá árinu 2003. Landsvirkjun á 64,7% hlutafjár í Landsneti en aðrir eigendur eru RARIK, Orkuveita Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða. Ráðherra hefur sagt að stefnt sé að því að vinnu starfshópsins ljúki fyrir árslok 2019.

Fréttasafn Prenta