Frétt

Rafmagnsverð til Elkem felur ekki í sér ríkisaðstoð

10. september 2019
Mynd: Elkem.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að rafmagnsverðið sem Elkem Ísland greiðir til Landsvirkjunar, samkvæmt niðurstöðu gerðardóms, sé ekki ríkisaðstoð.

Í frétt ESA um ákvörðunina segir m.a.:

Í júlí tilkynnti Ísland ESA um niðurstöðu gerðardóms vegna raforkusamnings Landsvirkjunar og Elkem. Samkvæmt reglum um ríkisaðstoð mega auðlindir í eigu ríkisins ekki skekkja samkeppni með því að gefa ákveðnum fyrirtækjum forskot.

ESA hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að verðið sem gerðardómurinn ákvað hafi ekki veitt Elkem slíkt forskot. Orkuverðið var ákvarðað af óháðum gerðardómi skipaðum sérfræðingum sem byggðu ákvörðunina á skýrum og hlutlægum breytum sem endurspegluðu markaðsskilmála.

Frétt um niðurstöðu gerðardóms.

Fréttasafn Prenta