Römmuð sýn

25.05.2020Samfélag

Útilistaverkið Römmuð sýn er óðum að taka á sig mynd á jarðhitasvæðinu við Þeistareyki. Sjálfir rammarnir, sem mynda stærstan hluta verksins, voru fluttir á staðinn á þriðjudag.

Útilistaverkið Römmuð sýn er óðum að taka á sig mynd á jarðhitasvæðinu við Þeistareyki. Sjálfir rammarnir, sem mynda stærstan hluta verksins, voru fluttir á staðinn á þriðjudag.

Landsvirkjun hefur alltaf látið vinna listaverk í tengslum við byggingu helstu mannvirkja sinna. Fyrir tveimur árum var efnt til hugmyndasamkeppni um listaverk í nágrenni við jarðvarmastöðina að Þeistareykjum. Jón Grét­ar Ólafs­son arki­tekt hlaut fyrstu verðlaun. Dómnefnd sagði að tillaga hans, Römmuð sýn, væri kröft­ug og djörf og vek­ti at­hygli á Þeistareykj­um sem án­ing­arstað. „Í verk­inu er lands­lagið hafið upp og rammað inn á skemmti­leg­an hátt. Verkið býr yfir aðdrátt­ar­afli og vek­ur for­vitni þeirra sem leið eiga um svæðið. Upp­lýs­ing­ar um nærum­hverfið auka á upp­lif­un verks­ins,“ sagði dómnefndin.

Nú styttist í að lokið verði við uppsetningu verksins og ástæða til að hvetja ferðamenn um Norðurland til að leggja dálitla lykkju á leið sína og fara að Þeistareykjum. Þar geta þeir notið listaverks móður náttúru í Rammaðri sýn.