Frétt

Samfélagssjóður Landsvirkjunar veitir styrk vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi

26. júní 2017
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar

Samfélagssjóður Landsvirkjunar hefur styrkt söfnun vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi um eina milljón króna. Samþykkti stjórn sjóðsins styrkinn einróma.

Hjálparstarf Kirkjunnar leiðir söfnunina í samvinnu við Hrókinn og Kalak, undir yfirskriftinni „Vinátta í verki“. Hægt er að taka þátt í söfnuninni með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 0334-26-056200, kennitala 450670-0499. Þá er hægt að hringja í síma 907 2003 og leggja þannig til 2.500 krónur. 

Um Samfélagssjóð Landsvirkjunar
Sjóðurinn var stofnaður árið 2010 í þeim tilgangi að halda utan um styrkveitingar Landsvirkjunar. Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðnum þrisvar á ári. Umsóknarfrestur er til 25. mars, júlí og nóvember ár hvert.

Samfélagssjóður úthlutar að hámarki 12 milljónum króna í þremur úthlutunum. Að jafnaði eru styrkir á bilinu 100 til 500 þúsund og aldrei hærri en ein milljón króna.

Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Er þar einkum um að ræða verkefni á sviði umhverfis, náttúru og auðlindamála; mannúðarsamtaka og líknarfélaga; lista, menningar og menntunar, forvarnar- og æskulýðsstarfs; heilsu og hreyfingar.

Nánar um samfélagssjóð Landsvirkjunar

Fréttasafn Prenta