Frétt

Samkeppni um listaverk eða hannað verk að Þeistareykjum

24. mars 2018

Landsvirkjun, í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands, efnir til hugmyndasamkeppni um verk sem staðsett verður í viðáttumikilli náttúru Þeistareykja. Jarðvarmastöðin á Þeistareykjum var gangsett þann 17. nóvember síðastliðinn og er nýjasta aflstöð Íslendinga.

Við óskum eftir tillögum að hönnuðu verki eða listaverki sem sett verður upp á Þeistareykjum. Verkið þarf að falla vel að umhverfinu og auka upplifun þeirra sem um það fara. Við hvetjum alla áhugasama til þess að taka þátt í samkeppninni og nýta sér leiðsögn sem verður um svæðið á keppnistíma.

Tillögum skal skila fyrir 1. júní 2018 og er heildarverðlaunafé 3,5 milljónir króna.

Nánari upplýsingar eru á www.landsvirkjun.is/samkeppni.

Fréttasafn Prenta